1. Ríki þau sem aðilar eru að samningi þessum takast á hendur að
ábyrgjast:
(a) rétt allra til þess að stofna stéttarfélög og að gerast
félagar í því stéttarfélagi sem þeir velja sér, einungis að áskildum reglum hlutaðeigandi félags, í því
skyni að efla og vernda efnahags og félagslega hagsmuni sína. Eigi má binda rétt þennan neinum takmörkunum öðrum en þeim sem mælt er
í lögum og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi í þágu þjóðaröryggis eða
allsherjarreglu eða til þess að vernda réttindi og frelsi annarra;
(b) rétt stéttarfélaga til þess að mynda landssambönd eða
stéttarfélagasambönd og rétt hinna síðarnefndu til þess að stofna eða ganga í alþjóðleg stéttasamtök;
(c) rétt stéttarfélaga til þess að starfa óhindrað, að engum
takmörkunum áskildum öðrum en þeim sem mælt er í lögum og nauðsynlegar eru í lýðfrjálsu þjóðfélagi
í þágu þjóðaröryggis eða allsherjarreglu eða til þess að vernda réttindi og frelsi
annarra;
(d) verkfallsrétt, að því áskildu að honum sé beitt í
samræmi við lög viðkomandi lands.
2. Ákvæði þessarar greinar skulu ekki vera því til fyrirstöðu
að lögmætar takmarkanir séusettar við því að herliðar eða lögreglumenn eða stjórnvaldshafar ríki sins beiti þessum
rétti.
3. Ekkert í grein þessari skal heimila ríkjum, sem aðilar eru að samþykkt
á vegum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar frá 1948 um félagafrelsi og verndun þess, að gera ráðstafanir með lögum sem myndu
skaða eða beita lögum á þann hátt að það myndi skaða
það sem tryggt er í þeirri samþykkt.