Greinar 1. gr., 2. gr., 3. gr., 5. gr. og 7. gr.
1. grein
Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og
réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku, og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan.
2. grein
Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi,
sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari, og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar,kynferðis, tungu, trúar,
stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera
greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða
lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan
hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu.
3. grein
Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi.
5. grein
Enginn skal sæta pyndingum, grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða
refsingu
7. grein
Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd
þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa,
svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar.