Félagsmálasáttmáli Evrópu, grein 9

I. kafli
Samningsaðilarnir eru sammála um, að það sé markmið stefnu þeirra, sem fylgja beri með öllum viðeigandi ráðum, bæði á innlendum og fjölþjóðlegum vettvangi, að skapa þau skilyrði, sem þarf, til þess að með góðum árangri megi framfylgja eftirfarandi réttindum og meginreglum:

1. Allir menn skulu eiga þess kost að vinna fyrir sér í starfi, sem þeir hafa sjálfir valið sér.

4. Allt verkafólk á rétt á sanngjörnu kaupi, er nægi fyrir sómasamlegum lífskjörum þess sjálfs og fjölskyldna þess.

5. Allt verkafólk og vinnuveitendur eiga rétt á að gerast aðilar að samtökum, innlendum eða fjölþjóðlegum, til verndar efnahagslegum og félagslegum réttindum sínum.

6. Allt verkafólk og vinnuveitendur eiga rétt á að semja sameiginlega.

9. Allir menn eiga rétt á viðeigandi aðstöðu til að njóta leiðbeininga um starfsval með það fyrir augum að auðvelda þeim að velja sér starf, sem henti persónulegri hæfni þeirra og áhuga.

15. Fatlaðir eiga rétt á verknámi, endurhæfingu og endurheimt aðstöðu, hver sem orsök og eðli fötlunarinnar kann að vera.

Eins og gert er ráð fyrir í III. kafla, skuldbinda samningsaðilar sig til að telja sig bundna af skyldum þeim, sem tilgreindar eru í eftirfarandi greinum og málsgreinum.
 
 1. gr. Réttur til vinnu
Í því skyni að tryggja, að réttur til vinnu sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til:
 
1. að viðurkenna sem eitt helsta markmið þeirra og skyldu að koma á og viðhalda eins mikilli
og öruggri atvinnu og mögulegt er, með það fyrir augum að koma á fullri
atvinnu,
 
2. að vernda á raunhæfan hátt rétt verkafólks til þess að vinna fyrir sér í starfi, sem það hefir
valið sér,
 
3. að koma á eða viðhalda ókeypis vinnumiðlun fyrir allt verkafólk,
 
4. að láta í té eða stuðla að viðeigandi starfsfræðslu, þjálfun og end
urhæfingu.
 
4. gr. Réttur til sanngjarns kaups
Í því skyni að tryggja, að réttur til sanngjarns kaups sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til:
 
1. að viðurkenna rétt verkafólks til kaups, sem veiti því og fjölskyldum þess sómasamleg lífskjör.
 
5. gr. Réttur til að stofna félög
Í því skyni að tryggja og stuðla að frelsi verkafólks og vinnuveitenda til að stofna staðbundin félög, landsfél ög og fjölþjóðleg sambönd til að gæta hagsmuna þeirra á sviði efnahags og félagsmála og til að ganga í slík félög, skuldbinda samningsaðilar sig til að sjá um, að landslög skerði ekki það frelsi né að þeim verði beitt til að skerða það. Í landslögum eða reglugerðum skal ákveða að hve miklu leyti trygging sú, sem þessi grein veitir, skuli taka til lögreglunnar. Það skal einnig ákvarðast í landslögum eða reglugerðum að hve miklu leyti tryggingin, sem grein þessi gerir ráð fyrir, skuli ná til manna í herþjónustu.
 
9. gr. Réttur til leiðbeininga um stöðuval
 
Í því skyni að tryggja, að réttur til leiðbeininga um stöðuval sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til að sjá um eða stuðla að, eftir því sem nauðsyn krefur, að komið verði á fót þjónustu til að aðstoða allt fólk, þar á meðal fatlaða, við að leysa vandamál varðandi stöðuval og frama í starfi, með hliðsjón af eiginleikum einstaklingsins og afstöðu hans til atvinnumöguleika. Aðstoð þessa ætti að veita ókeypis bæði ungmennum, þar á meðal skólabörnum, og fullorðnum.
 
10. gr. Réttur til starfsþjálfunar
Í því skyni að tryggja, að réttur til starfsþjálfunar sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig ti l:
 
1. að sjá fyrir eða stuðla að tækni og starfsþjálfun alls fólks, þ. á m. fatlaðra, eftir því sem þörf krefur og í samráði við samtök vinnuveitenda og verkafólks, og að veita aðstöðu til aðgangs að æðri tækni og háskólamenntun, sem grundvallast eingöngu á hæfni einstaklingsins,
 
15. gr. Réttur líkamlega eða andlega fatlaðra til starfsþjálfunar, endurhæfingar og endurheimtar félagslegrar aðstöðu
 
Í því skyni að tryggja, að réttur líkamlega og andlega fatlaðs fólks til verknáms, endurhæfingar og endurheimtar félagslegrar aðstöðu sé raunverulega nýttur, skuldbinda samningsaðilar sig til:
 
1. að gera nægar ráðstafanir til að skapa aðstöðu til þjálfunar, þ. á m., þegar það er nauðsynlegt, að koma á fót sér hæfðum stofnunum opinberra aðila eða einkaaðila,
2. að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að útvega fötluðu fólki vinnu, einkum með hjálp sérhæfðrar ráðningarþjónustu, möguleikum á verndaðri vinnu og aðgerðum, sem miða að því að hvetja vinnuveitendur til að taka fatlað fólk í vinnu.