5. gr. Jafnrétti og bann við mismunun
1. Aðildarríkin viðurkenna að allir menn eru jafnir fyrir lögunum og eiga rétt, án nokkurrar mismununar, á jafnri vernd og
jöfnum hag lögum samkvæmt.
4. Eigi ber að líta á sértækar ráðstafanir, sem eru nauðsynlegar til þess að flýta fyrir eða
ná fram jafnrétti til handa fötluðu fólki í reynd, sem mismunun samkvæmt skilmálum samnings þessa.
8. gr. Vitundarvakning.
1. Aðildarríkin skuldbinda sig til þess að samþykkja tafarlausar, árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir:
2. Meðal ráðstafana í þessu skyni má nefna:
a) að hefja og vinna stöðugt að átaksverkefnum um vitundarvakningu hjá almenningi sem miða að því:
iii. að færni, verðleiki og geta fatlaðs fólks sé viðurkennd í ríkari mæli, ennfremur framlag þess til
vinnustaða sinna og vinnumarkaðarins í heild,
9. gr. Aðgengi.
1. Aðildarríkin skulu gera viðeigandi ráðstafanir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að
lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt í mannlífinu á öllum sviðum, þ.e. ráðstafanir sem miða að
því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efnislega umhverfi, að samgöngum, að upplýsingum og samskiptum,
þ.m.t. upplýsinga- og samskiptatækni og kerfi þar að lútandi, og að annarri aðstöðu og þjónustu sem almenningi er opin eða
látin í té, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Fyrrnefndar ráðstafanir, sem felast m.a. í því að
staðreyna og ryðja úr vegi hindrunum og tálmum sem hefta aðgengi, skulu meðal annars ná til:
a) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þ.m.t. skólar,
íbúðarhúsnæði, heilbrigðisþjónusta og vinnustaðir
24. gr. Menntun.
Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til menntunar. Þau skulu, í því skyni að þessi réttur megi verða að
veruleika án mismununar og þannig að allir hafi jöfn tækifæri, koma á menntakerfi á öllum skólastigum án aðgreiningar og
símenntun.
5. Aðildarríkin skulu tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að hefja almennt nám á háskólastigi
og að það fái aðgang að starfsþjálfun, fullorðinsfræðslu og símenntun án mismununar og til jafns við aðra.
Aðildarríkin skulu, í þessu skyni, tryggja að fatlað fólk fái notið viðeigandi aðlögunar.
26. gr. Hæfing og endurhæfing.
1. Aðildarríkin skulu gera árangursríkar og viðeigandi ráðstafanir, m.a. annars með tilstyrk jafningjaaðstoðar, til þess að gera
fötluðu fólki kleift að öðlast sem mest sjálfstæði, fulla líkamlega, andlega og félagslega getu, ásamt starfsgetu, og að vera
þátttakendur í lífinu á öllum sviðum án aðgreiningar, ásamt því að viðhalda þessum gæðum. Til
þess að svo megi verða skulu aðildarríkin skipuleggja, efla og útvíkka þjónustu og áætlanagerð á sviði alhliða
hæfingar og endurhæfingar, einkum að því er varðar heilbrigði, atvinnu, menntun og félagsþjónustu, með þeim hætti að
fyrrnefnd þjónusta og áætlanir:
27. gr. Vinna og starf.
1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks, til jafns við aðra, til vinnu; í því felst réttur til að fá
ráðrúm til að afla sér lífsviðurværis með vinnu að eigin vali eða vinnu sem er þegin á frjálsan hátt á
vinnumarkaði og í vinnuumhverfi sem fötluðu fólki stendur opið, er án aðgreiningar og er því aðgengilegt. Aðildarríkin skulu
tryggja og stuðla að því að rétturinn til vinnu verði að veruleika, m.a. fyrir þá sem verða fatlaðir meðan þeir gegna starfi,
með því að gera viðeigandi ráðstafanir, til að mynda með lagasetningu, til þess meðal annars:
a) að leggja bann við mismunun vegna fötlunar að því er varðar öll mál sem tengjast störfum af hvaða
tagi sem er, m.a. nýskráningar-, ráðningar- og starfsskilyrði, starfsöryggi, starfsframa og öryggi og hollustuhætti á vinnustað,
b) að vernda rétt fatlaðs fólks, til jafns við rétt annarra, til sanngjarnra og hagstæðra vinnuskilyrða, m.a.
jafnra tækifæra og launajafnréttis, öryggis og hollustu á vinnustað, þ.m.t. vernd gegn stöðugri áreitni, og til þess að fá
úrlausn kvörtunarmála,
c) að tryggja að fötluðu fólki sé gert kleift að nýta sér atvinnuréttindi sín og
réttindi sem meðlimir stéttarfélaga til jafns við aðra,
d) að gera fötluðu fólki kleift að hafa með virkum hætti aðgang að tækni- og starfsráðgjöf,
atvinnumiðlun og starfsþjálfun og símenntun sem almenningi stendur til boða,
e) að skapa atvinnutækifæri fyrir fatlað fólk og stuðla að starfsframa þess á vinnumarkaði, ásamt
því að auka aðstoð við að finna starf, fá það, halda því og fara aftur inn á vinnumarkað,
f) að stuðla að tækifærum til að starfa sjálfstætt, stunda frumkvöðlastarfsemi, þróa
samvinnufélög og stofna eigin fyrirtæki,
g) að ráða fatlað fólk til starfa innan opinbera geirans,
h) að stuðla að því að fatlað fólk verði ráðið til starfa innan einkageirans með
því að marka stefnu við hæfi og gera viðeigandi ráðstafanir sem kunna að felast í áætlunum um sértækar aðgerðir,
hvatningu og öðrum aðgerðum,
i) að tryggja að fatlað fólk á vinnustað fái notið viðeigandi aðlögunar,
j) að stuðla að því að fatlað fólk geti aflað sér starfsreynslu á almennum vinnumarkaði,
k) að stuðla að starfstengdri og faglegri endurhæfingu fatlaðs fólks, að því að það haldi
störfum sínum og að framgangi áætlana um að það geti snúið aftur til starfa.
2. Aðildarríkin skulu tryggja að fötluðu fólki sé ekki haldið í þrældómi eða ánauð
og að því sé veitt vernd, til jafns við aðra, gegn þvingunar- eða nauðungarvinnu.
28. gr. Viðunandi lífskjör og félagsleg vernd.
1. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þess til viðunandi lífskjara því til handa, m.a. viðunandi
fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis, og til sífellt batnandi lífskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til
að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar.
2. Aðildarríkin viðurkenna rétt fatlaðs fólks til félagslegrar verndar og til þess að njóta þess
réttar án mismununar vegna fötlunar og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur
verði að veruleika, m.a. ráðstafanir:
e) til þess að tryggja fötluðu fólki jafnan aðgang að eftirlaunum og eftirlaunasjóðum.