SAMNINGUR UM RÉTTINDI FATLAÐS FÓLKS formáli 5

Formálsorð.

Ríkin, sem eiga aðild að samningi þessum,

e) sem viðurkenna að hugtakið fötlun er breytingum undirorpið og að rekja má fötlun til víxlverkunar milli skertra einstaklinga og viðhorfstengdra tálma og umhverfishindrana sem koma í veg fyrir fulla og virka þátttöku þeirra í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli,

m) sem viðurkenna þarft framlag fatlaðs fólks til almennrar velsældar og fjölbreytni samfélaga sinna, eins og það er nú og getur orðið, og að fylgi við að fatlað fólk njóti mannréttinda og mannfrelsis til fulls og sé virkir þátttakendur í samfélaginu muni leiða til aukinnar tilfinningar þeirra fyrir því að það tilheyri samfélaginu og til umtalsverðrar framþróunar samfélagsins, jafnt á mannlega sviðinu sem og því félagslega og efnahagslega, og til þess að fátækt verði útrýmt,

r) sem viðurkenna að fötluð börn ættu að njóta til fulls allra mannréttinda og mannfrelsis til jafns við önnur börn og minnast skuldbindinga í þá veru sem ríki, sem eru aðilar að samningnum um réttindi barnsins, hafa undirgengist,

v) sem viðurkenna gildi þess að fötluðu fólki sé tryggt aðgengi að hinu efnis-, félags-, efnahags- og menningarlega umhverfi, njóti heilbrigðis og menntunar og aðgengis að upplýsingum og samskiptamiðlum til þess að það megi njóta allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls,