6 milljarðar til sveitarfélaganna til þjónustu fatlaðs fólks

Samkomulagið undirritað. Mynd fengin af vef RÚV.is
Samkomulagið undirritað. Mynd fengin af vef RÚV.is

Mikilvægum áfanga náð fyrir helgi þegar fulltrúar stjórnvalda undirrituðu samkomulag um að hækka útsvarsprósentu sveitarfélaga til að koma til móts við kostnað þeirra vegna þjónustu við fatlað fólk. 6 milljarðar kr. færast frá ríki til sveitarfélaga við þetta samkomulag.

 

Þetta eru góðar fréttir fyrir fatlað fólk sem hefur beðið lengi eftir lögbundinni þjónustu.“ segir Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður Þroskahjálpar. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir stóran hóp fatlaðs fólks sem hefur verið í fjöldamörg ár á biðlista eftir sértæku húsnæði, en biðlistar hafa lengst á undanförnum árum. Mikilvægt er að samræma þjónustu fyrir fatlað fólk á landinu öllu og tryggja að allir fái þá þjónustu sem þeir þurfa sem er í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem stefnt er að að verði lögfestur á kjörtímabilinu.“

 

Nánar er fjallað um málið á vef RÚV.is.