Vegna þeirrar óvissu sem nú er um afgreiðslu mála á Alþingi skora Landssamtökin Þroskahjálp á forseta Alþingis, fulltrúa í velferðarnefnd og aðra alþingismenn að beita sér fyrir því að frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir verði tekið til meðferðar og afgreitt fyrir alþingiskosningar. Samþykkt frumvarpsins er forsenda þess að ríki og sveitarfélög geti tímanlega gert nauðsynlegar ráðstafanir til að hrinda þeim í framkvæmd við gildistöku þeirra 1. janúar 2018 og þannig tryggt betur í íslenskum lögum þau mannréttindi sem áréttuð eru í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fari svo að afgreiðsla frumvarpsins dragist fram yfir kosningar mun það auka enn á þá miklu óvissu sem fatlað fólk sem hefur samninga um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA eða óskar eftir þeim þarf að búa við þar sem NPA-samningar falla samkvæmt núgildandi lögum úr gildi í lok þessa árs.