Anna Margrét nýr starfsmaður Þroskahjálpar

 

AUÐLESIÐ

  • Það er að byrja nýr starfsmaður hjá Þroskahjálp.
  • Hún heitir Anna Margrét Hrólfsdóttir.
  • Hún tekur við Ingu Björk sem ætlar að hætta á næsta ári.
  • Anna Margrét sér um upplýsingamál, kynningarmál og gæðamál.
  • Það þýðir að hún mun sjá um samfélagsmiðla eins og Facebook og Instagram.
  • Hún mun sjá um heimasíðu Þroskahjálpar.
  • Hún mun sjá um margt fleira sem snýst um að gera Þroskahjálp áberandi.
  • Hún mun líka hjálpa öðru starfsfólki að stjórna verkefnunum sínum.
  • Anna Margrét hefur unnið fyrir fatlað fólk. 
  • Hún vann líka hjá UNICEF sem eru samtök sem vinna fyrir börn sem búa við fátækt og stríð um allan heim.
  • Anna Margrét byrjar 1. október.
  • Við hjá Þroskahjálp hlökkum til að vinna með Önnu Margréti.

Anna Margrét Hrólfsdóttir hefur gengið til liðs við skrifstofu Þroskahjálpar sem verkefnisstjóri upplýsingar-, kynningar og gæðamála. Anna Margrét mun taka við af Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur sem lætur af störfum á næsta ári. 

Anna Margrét hefur starfað í þriðja geiranum, við markþjálfun og ráðgjöf undanfarin ár og var fjáröflunarstjóri hjá UNICEF á Íslandi um árabil. Anna Margrét hefur starfað fyrir fatlað fólk og hefur góða þekkingu á málaflokknum og mannréttindamálum. 

Anna Margrét hefur störf 1. október og bjóða Landssamtökin Þroskahjálp hana hjartanlega velkomna til starfa.