Arna Sigríður er nýr starfsmaður Þroskahjálpar
Arna Sigríður Albertsdóttir hefur verið ráðin á skrifstofu Þroskahjálpar. Arna Sigríður mun leiða heilsueflingarverkefni Þroskahjálpar, en markmið verkefnisins er að auka aðgengi fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir að fræðslu og stuðningi til þess að ástunda heilbrigðan lífsstíl og auka þannig lífsgæði þessa hóps. Verkefnið er styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
Lesa um heilsueflingarverkefnið
Arna Sigríður er með BSc gráðu í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er ötull íþróttamaður sjálf og hefur síðustu ár keppt á handahjóli, meðal annars á heims- og evrópubikarmótum ásamt því að hún keppti á síðustu ólympíuleikum fatlaðra í Tókýó.
Arna Sigríður hóf störf í dag, 13. febrúar. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna og hlökkum til samstarfsins við hana um þetta mikilvæga verkefni.