Landssamtökin Þroskahjálp lýsa miklum áhyggjum af þeim röskunum á lögbundinni þjónustu við fötluð börn, sem hafa orðið og kunna að verða vegna kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB.
Samtökin skora á forsvarsfólk sveitarfélaga og BSRB að gera, án tafar, það sem í þeirra valdi stendur til að virða og vernda hagsmuni og réttindi fatlaðra barna og aðstandenda þeirra í þeirri kjaradeilu sem nú stendur yfir.
Samtökin árétta að sveitarfélög bera ábyrgð á að veita fötluðum börnum þjónustu sem þau þurfa á að halda vegna fötlunar sinnar og eiga rétt á samkvæmt lögum nr. 38/2018, um þjónustu við fatlað fólk, þó að röskun verði á starfsemi leik- og/eða grunnskóla vegna verkfalla.
F. h. Landssamtakanna Þroskahjálpar
Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður.