Áskorun send forystufólki í stjórnarviðræðum

Eftirfarandi áskorun send í dag til þeirra flokka sem standa í stjórnarviðræðum:

Ágæti formaður og varaformaður,

Þar sem fyrir liggur að flokkur ykkar á nú í viðræðum við aðra stjórnmálaflokka um mögulega myndun ríkisstjórnar og gerð málefnasamnings vilja Landssamtökin Þroskahjálp skora á ykkur að gæta þess sérstaklega að mannréttindi fatlaðs fólks fái það vægi í viðræðunum og í stjórnarsáttmála sem rétt og skylt er m.t.t. þeirra miklu hagsmuna sem í húfi eru fyrir fjölmarga Íslendinga og þeirra skudlbindinga sem íslenska ríkið undirgekkst með fullgildingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á síðasta ári.

 Meðfylgjandi eru ályktanir sem samþykktar voru á landsþingi Landssamtakanna Þrokshjálpar í októbermánuði sl. þar sem vikið er að ýmsum málum sem hafa afar mikla þýðingu fyrir mannréttindi og tækifæri fatlaðs fólks til eðlilegs og sjálfstæðs lífs og virkrar þátttöku í samfélaginu til jafns við aðra og án aðgreiningar.

 

Landssamtökin Þroskahjálp eru að sjálfsögðu reiðubúin til að veita allar þær upplýsingar og skýringar sem þið kunnið að óska eftir.

Ályktanir landsþings má lesa hér