AUÐLESIÐ | Stjórn Þroskahjálpar óánægð með samninga sveitarstjórna

UPPRUNALEG ÚTGÁFA

Ályktun frá stjórn Þroskahjálpar, 1. júlí 2022

Stjórn Þroskahjálpar skoðaði samninga
frá nýjum sveitarstjórnum á Íslandi.

Stjórn Þroskahjálpar er óánægð með þessa samninga.

Í maí var kosið í sveitar-stjórnar-kosningum.
Þá var fólk kosið til að stjórna bæjum og borgum á Íslandi.
Til dæmis Akureyri, Hveragerði og Reykjavík. 

Þessar nýju sveitarstjórnir skrifuðu samninga
um það sem þau vilja gera næstu 4 ár.
Þessir samningar heita málefna-samningar.
 

Stjórn Þroskahjálpar skoðaði alla málefna-samninga
frá þessum nýju sveitarstjórnum.

Stjórn Þroskahjálpar er óánægð með þessa samninga.
Í samningunum er lítið skrifað um fatlað fólk.

Til dæmis er:
- lítið skrifað um réttindi fatlaðs fólks.
- lítið skrifað um tækifæri fyrir fatlað fólk.
- lítið skrifað um hagsmuni fatlaðs fólks.

Fólk í sveitarstjórnum skrifar þessa samninga.
Þau ákveða líka hvaða þjónustu
sveitarfélag veitir.

Það er alvarlegt að fólk í sveitarstjórnum
hugsi ekki um fatlað fólk.

Sveitarfélög eiga að tryggja góða þjónustu
og stuðning fyrir fatlað fólk.

Lög og reglur á Íslandi segja það.

Sveitarfélög eiga að fylgja samningi Sameinuðu þjóðanna
um réttindi fatlaðs fólks.

Stjórn Þroskahjálpar vill að sveitarstjórnir á Íslandi
hugsi um málefni fatlaðs fólks.

Það á að tryggja fötluðu fólki tækifæri og stuðning
til lífs án aðgreiningar. 

Hér eru mál sem stjórn Þroskahjálpar
finnst vanta í málefna-samningana
um réttindi fatlaðs fólks á Íslandi: 

Teikning af húsi
Húsnæði og sjálfstætt líf

Fatlað fólk hefur rétt á sínu eigin heimili.
Fatlað fólk hefur rétt á stuðningi, til dæmis NPA.

 

Spýtukarla mynd af manneskju að keyra manneskju í hjólastól
Viðeigandi aðlögun

Manneskja hefur rétt á þjónustu eða stuðningi sem passar henni.
Þetta er kallað viðeigandi aðlögun.

 

Maður með skegg að telja upp á fingrum sér
Frumkvæðisskylda

Fatlað fólk hefur rétt á að fá upplýsingar
um réttindi sín.
Til dæmis upplýsingar frá sveitarfélögum
um þjónustu sem er í boði.

 

Fólk situr saman við borðNotenda-samráð við fatlað fólk

Sveitarfélög eiga að tala við fatlað fólk til heyra skoðanir þeirra
og um þeirra lífsreynslu.
Notenda-samráð þýðir að fatlað fólk tekur virkan þátt
í að ákveða hvernig þjónustan á að vera.
Notenda-samráð við fatlað fólk hjálpar sveitarfélögum
að taka góðar ákvarðanir.

 

Tvær manneskjur. Ein les bók og hin er í tölvu.

Aðgengismál

Fatlað fólk hefur rétt á upplýsingum á máli sem þau skilja.
Auðlesið mál hjálpar fötluðu fólki að vera sjálfstætt
og taka þátt í samfélaginu.


Stílabækur, blýantar og skóladótSkóli án aðgreiningar

Fatlað fólk hefur rétt á að vera í skóla.
Til þess að það sé hægt þarf skólastarf
að bjóða upp á góða þjónustu.
Skólastarf á að vera opið öllu fólki. 

Hópur af ólíkum börnum.
Réttindi fatlaðra barna

Fötluð börn og fötluð ungmenni hafa rétt á
að stunda íþróttir og tómstundastarf.

 

Kona býr til kaffi.

Atvinnumál

Fatlað fólk hefur rétt á fleiri tækifærum á vinnu-markaði.
Fatlað fólk hefur rétt á að nýta hæfileika sína.