Bréf til heilbrigðisráðherra um lög, reglur og framkvæmd varðandi fósturskimanir og fóstureyðingar m.t.t. Downs heilkennis o.fl.

Formenn Landssamtakanna Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi.

Bréf til heilbrigðisráðherra um lög, reglur og framkvæmd varðandi fósturskimanir og fóstureyðingar m.t.t. Downs-heilkennis o.fl.

 Formenn Landssamtakanna  Þroskahjálpar og Félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendu heilbrigðisráðherra bréf 12. febrúar sl., þar sem fjallað er um fósturskimanir og fóstureyðingar, sérstaklega m.t.t. Downs-heilkennis. Í bréfinu er bent á að brýnt er og löngu tímabært að fram fari vönduð greining á lögum, reglum og framkvæmd varðandi fósturskimanir, og fóstureyðingar og þeim erfðafræðilegu, siðferðilegu og lagalegu álitamálum sem nauðsynlegt er að skoða ítalega í því sambandi. Í bréfinu er skorað á heilbrigðisráðherra að grípa nú þegar til viðeigandi ráðstafana til að hafist verði handa við slíka greiningu.  Þá segir í bréfinu að þannig greining og endurskoðun regluverks og framkvæmdar á grundvelli hennar sé nauðsynleg til að tryggt verði að regluverkið, stjórnsýslan, heilbrigðisþjónusta og upplýsingagjöf á þessu sviði verði örugglega nægilega vönduð og í fullu samræmi við kröfur sem gerðar eru í mannréttindasamningum sem íslenska ríkið hefur undirgengist og hyggst gangast undir á næstunni, s.s. samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

 Afrit af bréfinu var sent félags- og húsnæðismálaráðherra, innanríkisráðherra, allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, velferðarnefnd Alþingis, Landlækni og umboðsmanni Alþingis.

 Bréfið má nálgast HÉR