Breytingar á gjaldskrá Ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 22. janúar 2015 og borgarráðs þann 29. janúar 2015 var samþykkt tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Breytingin er sú að sérstakt gjald fyrir ferðir umfram 60 á mánuði er tekið út.

Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar þann 22. janúar 2015 og borgarráðs þann 29. janúar 2015 var samþykkt  tillaga að breytingu á gjaldskrá vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks.

Breytingin er sú að sérstakt gjald fyrir ferðir umfram 60 á mánuði er tekið út.

Gjaldskrá Velferðarsviðs um ferðaþjónustu fatlaðs fólks

1. gr. Greiðsla

Gjald fyrir hverja ferð hjá ferðaþjónustu fatlaðs fólks skal miðast við hálft almennt gjald hjá Strætó bs. samkvæmt gjaldskrá hverju sinni.

 

2. gr. Gjaldskylda ónýttrar þjónustu

Greiða skal fyrir pantaðar ferðir þegar forföll hafa ekki verið tilkynnt. Afpöntun ferðar skal vera með sem mestum fyrirvara, helst deginum áður en í undantekningartilvikum tveimur klukkustundum fyrir fyrirhugaða ferð. Að öðrum kosti telst ferðin með í uppgjöri.

3. gr. Gildistaka

Gjaldskrá þessi tekur gildi frá og með 1. janúar 2015