Stjórn Inclusion Europe
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, hefur verið kjörin varaformaður Inclusion Europe en hún er nú stödd í Brussel á fundi samtakanna.
Inclusion Europe eru samtök sem Þroskahjálp eiga aðild að og berjast fyrir réttindum fólks með þroskahömlun til þess að njóta fullra réttinda og taka þátt í samfélaginu með fjölbreyttum hætti. Þá leggja samtökin áherslu á að fjölskyldur fólks með þroskahömlun fái að vera það — fjölskyldur þeirra — og að fólk með þroskahömlun og fjölskyldur þeirra séu inni í allri ákvörðunartökum sem varða þeirra mál.
Á síðasta ári var áhersla samtakanna á réttinn til þess að kjósa, en víða í Evrópu er fólk með þroskahömlun svipt sjálfræði og fær því ekki að kjósa. Á Íslandi hefur barátta Þroskahjálpar verið að fatlað fólk fái sjálft að velja hver aðstoðar það í kjörklefanum.
Í ár er áherslan á viðeigandi menntun. Í Evrópu eru börn víða vistuð á stofnunum og fá ekki að ganga í skóla.
Við óskum Bryndísi innilega til hamingju með kjörið!