Unnur Helga, formaður Þroskahjálpar, afhendir Hauki Guðmundssyni gjöf Þroskhjálpar
Um helgina hélt Átak — félag fólks með þroskahömlun upp á 30 ára afmæli sitt með pomp og prakt.
Við það tilefni afhenti Unnur Helga, formaður Þroskahjálpar, Hauki Guðmundssyni, formanni Átaks, fundarhamar að gjöf, um leið og hún áréttaði mikilvægi Átaks fyrir Þroskahjálp, en Þroskahjálp leggur mikið upp úr því að fá raddir Átaks að borðinu í fjölmörgum verkefnum okkar.
Í ávarpi Unnar Helgu sagði hún meðal annars:
„Samstarf Þroskahjálpar og Átaks á sér langa sögu og það hefur verið ómetanlegt fyrir okkur að geta leitað til ykkar, meðlima Átaks, eftir samráði, ráðleggingum, innsýn og þekkingu sem hefur gert okkur mögulegt að vera öflugri í mannréttindabaráttu fyrir fatlað fólk. Við erum heppin með þetta góða samstarf - því auðvitað vitið þið best hverju þarf að breyta í samfélaginu svo fólk með þroskahömlun njóti tækifæra og réttinda.“
Við hjá Þroskahjálp hlökkum til mannréttindabaráttunnar með Átaki — áfram veginn!