"Aðgengismál: Útsýnið handan þröskuldarins"

Rannsóknarstofa um skóla án aðgreiningar við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir erindi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 11. apríl kl. 16:10-17:10.


Heiti erindisins er: "Aðgengismál: Útsýnið handan þröskuldarins"
Dr. Ólafur Páll Jónsson heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Snædís Rán Hjartardóttir og Áslaug Ýr Hjartardóttir flytja erindið. Þær Snædís Rán og Áslaug Ýr eru nemendur við M.H. Síðast liðið sumar vöktu þær talsverða athygli fyrir framgöngu sína en þær mynduðu 2/3 af Skyttunum þremur sem gerðu útttekt á aðgengismálum á Laugaveginum. Í erindinu velta þau fyrir sér hvað greiðir fyrir og hvað hindrar aðgengi fatlaðs fólks að skóla og samfélagi. Tími mun gefast fyrir spurningar og umræður.

Vefsíða stofunnar er https://vefir.hi.is/skolianadgreiningar/


Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.