Afmælislógó Þroskahjálpar, stefnumótunarfundur og sýning á myndinni um Halla sigurvegara

Í tilefni 40 ára afmælis samtakanna hefur verið hannað lógó til að nota á afmælisárinu. Starf og stefna samtakanna snýst fyrst og fremst um mannréttindi fatlaðs fólks og jöfn tækifæri á við aðra. Þess vegna er áréttað sérstaklega í lógóinu að mannréttindi eru fyrir alla!

Í tilefni 40 ára afmælis samtakanna hefur verið hannað lógó til að nota á afmælisárinu. Starf og stefna samtakanna snýst fyrst og fremst um mannréttindi fatlaðs fólks og jöfn tækifæri á við aðra. Þess vegna er áréttað sérstaklega í lógóinu að mannréttindi eru fyrir alla!

 Ýmislegt áhugavert, skemmtilegt og ganglegt verður á dagskrá á afmælisárinu.

 Við efnum til stefnumótunarfundar nk. laugardag kl. 13-16. Hvetjum allt fólk sem hefur áhuga á mannréttindum til að koma og taka þátt og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir fólk með þroskahömlun, fötluð börn og fjölskyldur þeirra.

 Samtökin létu gera myndina Halli sigurvegari í tilefni afmælisársins og munum við sýna hana nk. laugardag kl. 11:30 - 12:30.

Stefnumótunarfundurinn og sýning myndarinnar verður að Háaleitisbraut 13 þar sem skrifstofa Landssamtakann Þroskahjálpar er til húsa.

 Skrá þátttöku sína  á stefnumótunarfundinum á linknum hér neðan en allir eru velkomnir á sýninguna og fundinn þó að þeir hafi af einhverjum ástæðum ekki getað skráð þátttökuna.

Skráning á stefnumótunarfund hér

Á eftirfarandi link má finna upplýsingar um Harald Ólafsson (Halla) og heimildarmyndina Halli sigurvegari.

SJÁUMST Á LAUGARDAGINN !