ALLIR VELKOMNIR

Boðsbréf frá Réttindavakt velferðarráðuneytisins VETRARHÆFILEIKARNIR 2013 Upphaf kynningarátaks Réttindavaktar velferðarráðuneytisins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í anddyri Borgarleikhússins föstudaginn 27. desember kl. 11.


Boðsbréf frá Réttindavakt velferðarráðuneytisins


VETRARHÆFILEIKARNIR 2013

Upphaf kynningarátaks Réttindavaktar velferðarráðuneytisins og hagsmunasamtaka fatlaðs fólks í anddyri Borgarleikhússins föstudaginn 27. desember kl. 11.

Réttindavakt velferðarráðuneytisins í samstarfi við Geðhjálp, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands stendur fyrir ímyndarátaki sem ætlað er að auka vitund almennings um styrkleika fatlaðs fólks.
 
Teknar hafa verið upp auglýsingar þar sem fatlaðir einstaklingar sýna  styrk sinn og sjónum er beint að þeim hæfileikum sem fólk býr almennt yfir.  Verða auglýsingarnar sýndar í sjónvarpi og netmiðlum.

Átakinu verður formlega hleypt af stokkunum föstudaginn 27. desember kl. 11 í anddyri Borgarleikhússins þegar Vetrarhæfileikarnir 2013 verða haldnir í fyrsta skipti.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, flytur ávarp og setur Vetrarhæfileikana en kynnir verður Margrét Erla Maack.

Á Vetrarhæfileikunum munu hæfileikaríkir einstaklingar, fatlaðir sem ófatlaðir, sýna hæfileika sína og verða gefnar einkunnir með nýstárlegum hætti. Meðal þeirra sem koma fram eru Mamikó Dís Ragnarssdóttir tónlistarkona,  Bergvin Oddsson uppistandari,
Steinar Baldursson tónlistarmaður og RWS vegglistahópurinn. Dómnefnd skipa Eygló Harðardóttir, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir og Anna Svava Knútsdóttir.

Okkur sem stöndum að þessu kynningarátaki væri mikil ánægja ef þú sæir þér fært að mæta í Borgarleikhúsið og njóta viðburðarins með okkur.

Fyrir hönd Réttindavaktar velferðarráðuneytisins,

Ingibjörg Broddadóttir,
Halldór Gunnarsson