Alþingi samþykkkir að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Alþingi samþykkti fyrr í dag að samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks skuli tekinn í íslensk lög eigi síðar en 13. desember 2020.

 Með þessu er stigið mjög mikilvægt skref til að tryggja að fatlað fólk á Íslandi fái að njóta mannréttinda til jafns við aðra sem í landinu búa.

 Landssamtökin Þroskahjálp fagna mjög þessari samþykkt og vilja þakka þeim sem beittu sér mest fyrir því að málið fengi framgang á Alþingi en þar fór Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar, fremstur í flokki.

 Á hlekkjum hér að neðan má nálgast þingsályktunartillöguna og fróðlega grein um þennan merkilega og mikilvæga mannréttindasamning.

 

https://www.althingi.is/altext/149/s/0021.html 

 

https://ulfljotur.com/2019/04/12/samningur-sameinudu-thjodanna-um-rettindi-fatlads-folks/