Mynd: Tabú / Alda Villiljós
Blær Ástríkur Ástuson Ástráðsson táknmálsfræðingur og laganemi lést á heimili sínu í Kópavogi síðastliðinn laugardag, 51 árs að aldri.
Hann var þjóðinni kunnur fyrir baráttu fyrir réttindum sínum, meðal annars baráttu fyrir NPA og að búa á eigin heimili, fyrir rétti til tálkmálsþjónustu en Blær stefndi íslenska ríkinu og Háskóla Reykjavíkur fyrir að neita honum um túlkaþjónustu við nám. Þá vakti viðtal við Blæ og eiginmann hans um foreldrahlutverkið mikla athygli, en Blær lætur eftir sig eiginmann og 9 ára son.
Blær var sonur Ástu B. Þorsteinsdóttur hjúkrunarfræðings, fyrrum formanns Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Landssamtökin Þroskahjálp þakka Blæ mikilvægt framlag til baráttu fatlaðs fólks og votta fjölskyldu hans samúð.