Átak
Átak - félag fólks með þroskahömlun - fagnaði 20 ára afmæli sínu með veglegu afmælishófi þ. 20. september. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Sæþór Jensson og Kristján Magnús Karlsson. Hér er ávarp þeirra:
Ágætu gestir
Við heitum Sæþór Jensson og Kristján Magnús Karlsson, okkur langar að segja nokkur orð. Það er mikilvægt
að vinna að því að efla NPA. Fólk sem þarf liðveislu þarf t.d að ráða sjálft hvern það fær til aðstoðar.
Við vitum um ungan mann sem fékk konu yfir 60 ára gamla sem liðveislu. Honum fannst háf hallærislegt að vera að fara með henni í
bíó og svona.
23 ára maður sem ég þekki fékk úthlutað íbúð með eldri mönnum fyrir nokkrum árum, en
nú býr hann í eigin íbúð. þetta er vonandi alveg liðin tíð eftir að NPA kom til.
Varðandi húsnæðismálin. Það þarf að eyða biðlistum og að allir sitji við sama borð hvort sem
þeir eigi minni eða meiri pening. Og fái líka sömu aðstoð hvort sem þeir eru að kaupa frjálsum markaði eða hjá
félagsbústöðum. Ég (Kristján) fékk t.d. að vita að ég gæti kannski þurft að bíða í 5 ár eftir
íbúð. Margir sem eru löngu orðnir fullorðnir búa ennþá hjá foreldrum sínum. Það er líka eins og ef
aðstæður eru góðar hjá foreldrum þá þurfi fólk oft að bíða lengur segja margir.
Við erum báðir á vinnumarkaðinum. Kristján vinnur hjá Vífilfelli og Sæþór er hjá Hagkaup.
Við erum heppnir að hafa vinnu, það er erfitt fyrir marga að finna vinnu í dag. Okkur finnst að það mætti efla atvinnu með stuðningi,
því þegar það er verið að skera niður á vinnumarkaði og fækka fólki, þá bitnar það fyrst á þeim
sem eru með fötlun og hafa kannski minnstu starfsreynslu. Ungt fólk fær of fá tækifæri á vinnumarkaði í dag.
Það þarf að eyða fordómum á vinnumarkaðinum gegn þroskahömluðum og að þeir fái raunveruleg
tækifæri til að sanna sig í vinnu.
Okkur finnst að virða þurfi meira sjálfsákvörðunarrétt þroskahamlaðra. Margir foreldrar eru of verndandi.
Átak er þarft félag sem hefur síðastliðin 20 ár starfað að baráttumálum sínum en
það var stofnað 20. september 1993. Meginstarfsemi félagsins frá upphafi hefur falist í fræðslu um þroskahömlun, baráttu fyrir
jafnrétti og baráttu gegn fordómum. Þetta höfum við gert með því fræða um líf okkar með þroskahömlun, með
að auka sýnileika okkar og með markvissri vinnu að sjálfseflingu félaga okkar sem eru þroskahamlaðir.
Þessu lýsum við best með því að lesa nokkur hlutver sem Átak vinnur að:
- Að gæta að hagsmunamálum félagsmanna sinna.
- Að tryggja réttindi fólks með þroskahömlun.
- Að tryggja lífsgæði fólks með þroskahömlun.
- Að minnka fordóma í garð fólks með þroskahömlun.
- Að fólk með þroskahömlun geti talað fyrir sig sjálft.
- Að fólk með þroskahömlun vinni meira að réttindamálum sínum sjálft.
VIÐ ÓSKUM ÁTAK INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ