AUÐLESIÐ
- Átak er með nýjan starfsmann. Hún heitir Birna Guðmundsdóttir og tekur við af Díönu Sjöfn.
- Birna er lögfræðingur og fór í Háskóla Íslands.
- Hún hefur líka lært um alþjóðleg mannréttindi.
- Birna vann hjá mannréttinda-samtökum sem heita Amnesty International.
- Amnesty International vinnur um allan heim en Birna vann hjá skrifstofunni á Íslandi.
- Birna ætlar að aðstoða stjórn Átaks í að berjast fyrir réttindum fólks með þroskahömlun.
- Hún ætlar líka að aðstoða stjórn Átaks að vinna verkefni, skipuleggja viðburði, fundi og fleira.
- Við hlökkum til að vinna með Birnu og þökkum Díönu fyrir samstarfið.
Birna Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til Átaks - félags fólks með þroskahjálp sem aðstoðarmaður stjórnar.
Birna er lögfræðingur að mennt, með BA og MA gráðu, frá Háskóla Íslands en tók skiptinám erlendis þar sem hún lagði áherslu á þjóðarétt og alþjóðalög um mannréttindi. Birna vann áður hjá Íslandsdeild Amnesty International, og sem blaðamaður á Fréttatímanum.
Birna verður stjórn Átaks til aðstoðar í allri hagsmunabaráttu fyrir fólk með þroskahömlun, við ýmis verkefni og viðburði á vegum félagsins og daglegan rekstur. Við hlökkum til samstarfsins með Birnu og áframhaldandi vinnu með stjórn Átaks.
Hún tekur við af Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur. Þroskahjálp þakkar Díönu fyrir farsælt samstarf og óskar henni góðs gengis í komandi verkefnum!