COVID upplýsingar á 13 tungumálum

Gert hefur verið kynningarefni um COVID á 13 tungumálum um rétt til bólusetninga. 

Efnið er á ensku, pólsku, litháísku, spænsku, rússnesku, serbnesku, rúmensku, lettnesku, arabísku, kúrdísku, farsi, tælensku. Hægt er að prenta og hægt að hengja upp þar sem starfsfólk og aðrir sjá.

Á síðunni www.covid.is/vax má finna ýmsar upplýsingar t.d. um bólusetningar, rétt til sjúkratrygginga, rafræn skilríki o.fl.

Nú geta allir sem hér starfa og búa skráð sig í bólusetningu, sama hvort þau hafa íslenska kennitölu eða ekki. Þau sem ekki eru með kennitölu þurfa að skrá nafn, fæðingardag, kyn, ríkisfang og tegund og númer skilríkja, s.s. vegabréf eða skilríki frá Útlendingastofnun.