Diplómanám HÍ: Undirskriftalisti til að mótmæla niðurskurði

Starfstengt diplómanám er það eina sem er í boði í Háskóla Íslands
fyrir nemendur með þroskahömlun.

Nú verður bara tekið við nemendum annað hvert ár
en ekki á hverju ári eins og hingað til.

Útskriftarnemar í diplómanáminu mótmæla þessu harðlega
og hafa stofnað undirskriftalista.

Við hvetjum öll til að skrifa undir.

Eins og þau segja:  „Við setjum spurningarmerki við það
af hverju fjárskortur í háskólanum beinist að fötluðum nemendum
og því litla námi sem sé í boði fyrir þá.“

Við hvetjum nýjan rektor og stjórnvöld að standa með fötluðu fólki
sem á ekki að þurfa að bíða árum saman eftir að hefja nám í háskóla.

 

Skrifaðu undir hér!