Tímamót eru nú hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Friðrik Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin 20 ár, lætur af störfum 1. september nk. Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hans stað og mun hann hefja störf þá.
Tímamót eru nú hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Friðrik Sigurðsson, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra undanfarin 20 ár, lætur af störfum 1. september nk. Árni Múli Jónasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri í hans stað og mun hann hefja störf þá.
Friðrik mun áfram sinna sérstökum verkefnum fyrir Þroskahjálp.
Árni Múli Jónasson er lögfræðingur með sérmenntun í mannréttindalögfræði. Hann hefur starfað sem Fiskistofustjóri, bæjarstjóri, skrifstofustjóri í ráðuneyti, á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, hjá umboðsmanni Alþingis og sem lögfræðilegur ráðgjafi. Þá hefur Árni Múli unnið að mannréttindamálum hjá Rauða krossinum á Íslandi og hjá Íslandsdeild Amnesty International, m.a. sem formaður stjórnar deildarinnar.
Árni Múli er kvæntur og á fjögur börn á aldrinum 7-20 ára.
Um leið og við þökkum Friðriki Sigurðssyni fyrir ómetanleg störf í þágu samtakanna bjóðum við Árna Múla velkominn og hlökkum til samstarfsins.