Þroskahjálp heldur landsþing sitt dagana 16. og 17. október nk. á Grand hótel Reykjavík. Í tengslum við landsþingið verður málþing um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Málþingið er opið öllum - ekkert þátttökugjald - en nauðsynlegt að skrá þátttöku.
Félagasamtök og mannréttindi
Málþing um hlutverk hagsmunasamtaka og stöðu Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 17. október kl. 9.00-12.00.
09:00 09:20 Hvers vegna eru frjáls félagasamtök mikilvæg?
Einar Bergmundur, stjórnarmaður í Almannaheillum.
09.20 09.40 Landssamtökin Þroskahjálp, tilgangur, hlutverk, starfsemi.
Friðrik Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Landsamtökunum Þroskahjálp.
09.40 10.00 Stefnuskrá Landssamtakanna Þroskahjálpar, hvernig var hún hugsuð?
Halldór Gunnarsson, fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
10.00 10.20 Kaffihlé.
10.20 - 11.00 Landssamtökin Þroskahjálp og félagið mitt:
Félag áhugafólks um Downs-heilkenni.
Átak, félag fólks með þroskahömlun.
Þroskahjálp á Suðurlandi.
Ás styrktarfélag.
11.00 11.20 Þjónusta við fatlað fólk; hlutverk hagsmunasamtaka við stefnumótun og framkvæmd þjónustunnar.
Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs
11.20 11.40 Hvernig geta Landssamtökin Þroskahjálp stutt við fagaðila til að standa vörð um hagsmuni fatlaðs fólks.
Þroskaþjálfafélag Íslands
11.40 11.50 Samantekt og ráðstefnuslit
Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Málþingsstjórar: María Hildiþórsdóttir og Snæbjörn Áki Friðriksson