Fjölbreytta afþreying fyrir börn, ungmenni og fullorðið fólk á vegum SLF

Það gleður okkur að auglýsa fjölbreytta afþreyingu fyrir börn, ungmenni og fullorðið fatlað fólk hjá Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra í sumar!
 
„Annað árið í röð höfum við fengið tækifæri til að bjóða upp á fleiri valkosti fyrir börn og ungmenni með sérþarfir en sumarbúðirnar í Reykjadal í Mosfellsdal. Biðlisti í Reykjadal er langur og því gleður það okkur að geta boðið fleirum upp á gleði og ævintýri í sumar. Verkefnin eru unnin að frumkvæði félagsmálaráðuneytisins sem viðbrögð við faraldrinum. Skráning er í fullum gangi og eftirfarandi afþreying er í boði fyrir börn og ungmenni með sérþarfir í sumar:

  • Ævintýrabúðir Reykjadals fyrir börn og ungmenni með ADHD og/eða einhverfu í Háholti í Skagafirði
  • Ævintýranámskeið Reykjadals á höfuðborgarsvæðinu
  • Sumarfrí fyrir fullorðið fólk með fötlun í anda Reykjadals
  • Helgarfrí fjölskyldunnar – nánar auglýst síðar
 
Margrét Vala forstöðukona tekur á móti fyrirspurnum á reykjadalur@slf.is“