Auðlesin útgáfa neðst!
Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?
Við óskum eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar. Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Stefan C. Hardonk lektor í fötlunarfræði við Háskóla Íslands (hardonk@hi.is).
- Við höfum áhuga á að fá þátttakendur sem eru með þroskahömlun sem hafa reynslu af því að starfa á almennum vinnumarkaði á Íslandi.
- Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á það hvernig hæfni fólks með þroskahömlun er metin á almennum vinnumarkaði. Einnig verður skoðað hvernig tækifæri fólk með þroskahömlun fær til þess að auka eigin/og eða öðlast nýja hæfni á almennum vinnumarkaði.
- Þátttaka felur í sér viðtal við rannsakanda þar sem skoðað er hvernig aðrir meta hæfni þátttakenda og tækifæri til þróunar í starfi.
- Öll gögn eru trúnaðarupplýsingar.
Ef þú hefur áhuga á þátttöku eða vilt frekari upplýsingar geturðu haft samband við Álfheiður Hafsteinsdóttur í síma 8658043 eða hafa samband í gegnum tölvupóst (alh@hi.is). Engin skuldbinding til þátttöku felst í því að hafa samband.
AUÐLESIÐ
Fólk með þroska-hömlun á íslenskum vinnu-markaði: viðhorf til starfs-hæfni
Hefur þú áhuga á að taka þátt í rann-sókn?
- Við viljum tala við fólk með þroska-hömlun sem hefur unnið á almennum vinnu-markaði á Íslandi.
- Okkur langar að vita í hverju þú ert góð(ur) í vinnunni. Og hvort þú lærir eitthvað nýtt í vinnunni. Við viljum líka ræða við þig um sam-skipti og tengsl við aðra á vinnu-staðnum.
- Ef þú vilt taka þátt í rann-sókninni þá mun Álfheiður taka viðtal við þig. Viðtalið mun taka klukkutíma.
- Gögn eru trúnaðar-mál.
Ef þú vilt taka þátt eða hefur einhverjar spurningar getur þú haft samband við Álfheiði í tölvu-pósti eða síma (865-8043, alh@hi.is). Eða Bryndísi (bryndishg@hi.is).
Eða Stefan í tölvu-pósti eða síma (857-6017, hardonk@hi.is).