Frábær mæting á stofnfund Ungmennaráðs Þroskahjálpar!

*AUÐLESIÐ ER NEÐST*
 
Í gær, þann 23. janúar, fór fram stofnfundur Ungmennaráðs Þroskahjálpar og sóttu 18 hress ungmenni fundinn og var margt sem brann á hópnum. Það sem hæst bar var til dæmis hvað varðar menntamál, atvinnutækifæri, búsetu og framtíðina! Þá ætla krakkarnir að skipuleggja heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir og fá fræðslu um hin ýmsu málefni.
 
Þau Anna Lára Steindal, Haukur Hákon Loftsson og Magnfríður Jóna Kristjánsdóttir fóru í Samfélagið á Rás 1 til þess að ræða nýstofnað ungmennaráð Þroskahjálpar og hvers vegna þau töldu mikilvægt að taka þátt í þessu verkefni. Þá sögðu Haukur og Magnfríður hverju þau vonast til að geta breytt með samstöðu ungs fólks sem er meðvitað um réttindi sín. Eftir viðtalið fengu þau leiðsögn um útvarpshúsið, hittu fréttamenn og þáttarstjórnendur og fengu að spreyta sig á því að lesa fréttir í fréttastúdíó. Hver veit nema hér séu á ferðinni fjölmiðla og fréttafólk framtíðarinnar!
 
Viðtalið byrjar á 18 mínútu og má hlusta með því að smella hér!
 
Næsti fundur Ungmennaráðs verður auglýstur betur síðar!

 

*AUÐLESIÐ*

  • 23. janúar var fyrsti fundur hjá Ungmennaráði Þroskahjálpar
  • 18 hress ungmenni mættu á fundinn og ræddu um ýmislegt, til dæmis hvernig hópurinn getur barist fyrir réttindum sínum.
  • Hópurinn ætlar að hittast reglulega og tala um réttindi fatlaðs fólks, fara í heimsóknir og fá fræðslu.
  • Haukur Hákon og Magnfríður Jóna sem tóku þátt í fundinum fóru ásamt Önnu Láru, sem vinnur hjá Þroskahjálp á Rás 1 í viðtal.
  • Þau sögðu frá fundinum og af hverju ungmennaráð er mikilvægt fyrir þeim.
  • Þau fengu að skoða útvarpshúsið, hittu fréttamenn og þáttastjórnendur og líka að prufa að lesa fréttir og stóðu sig vel!
  • Þú getur hlustað á viðtalið á Rás 1 með því að smella hér! Viðtalið byrjar á 18. mínútu. 
  • Við auglýsum næsta fund Ungmennaráðs bráðum.