FFA - fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur stendur að fræðslufundi í samvinnu við CP félagið þriðjudaginn 17. september kl. 20:00
FFA, Fræðsla fyrir fatlað og aðstandendur í samvinnu við CP félagið boðar til fræðslufundar þriðjudaginn
17. september kl. 20:00 – 21:30 að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.
Skekkjur og aflaganir í bol og útlimum hafa fylgt einstaklingum með fatlanir , sérstaklega þeim sem eru með mikla hreyfihömlun.
Líkamstöðustjórnun er hugmyndafræði um heildræna nálgun í þjónustu við hreyfihamlað fólk, kom fram í
Bretlandi á áttunda áratug síðustu aldar, og er viðbót við hefðbundna læknisfræðilega meðferð einstaklinganna.
Stöðustjórnun er lykilatriði í ýmsum heilsu- og félagstengdum lífsgæðum og getur falið í sér margskonar
aðgerðir.
Líkamsstöðustjórnun er í raun einstaklingsmiðaður lífstíll, þar sem allt umhverfið er virkjað 24 klst á sólarhring,
sjö daga vikunnar allt árið um kring og þannig stuðlað að því að fyrirbyggja skekkjur og aflaganir.
Fjallað verður um hugmyndafræði líkamstöðustjórnunar, lífaflfræði legustellinga, hvernig skekkjur og aflaganir á bol og
útlimum þróast, ásamt því hvernig megi fyrirbyggja þær.
Fyrirlesari er Atli Ágústsson, sjúkraþjálfari og heilbrigðisverkfræðingurhjá Endurhæfingu Þekkingarsetri. Atli er með
mikla reynslu af meðferð einstaklinga með hreyfihamlanir og slæmar aflaganir á útlimum og bol. Atli er í setráðgjafar teymi
hjálpartækjamiðstöðvar Sjúkratrygginga Íslans.
Allir velkomnir og aðgangur ókeypis en
SKRÁNING Á asta@throskahjalp.is