Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. þar sem vítavert gáleysi var sýnt í starfi
Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann
alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. þar sem vítavert gáleysi var
sýnt í starfi. Alvarleg atvik hafa átt sér ítrekað stað og hefur fatlað fólk og hagsmunasamtök þeirra margoft bent á
hættuna sem hefur verið yfirvofandi hjá ferðaþjónustunni vegna skorts á samráði, regluverki og vanhugsaðri framkvæmd. Margt af
því sem upp hefur komið hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef betur hefði verið staðið að undirbúningi og ef tekið hefði
verið tillit til ábendinga fatlaðs fólks, þarfa þeirra og þekkingar.
Aðgerða er þörf nú þegar og lýsa samtökin eindregnum vilja til að koma að málum.