Fulltrúafundur samtakanna verður haldinn í Varmahlíð 17. - 19. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin er á fundinum er "Maður er manns gaman" - félagsleg þátttaka fatlaðs fólks.
Fulltrúafundur samtakanna verður haldinn í Varmahlíð 17. - 19. október nk. Yfirskrift ráðstefnunnar sem haldin er á fundinum er "Maður er
manns gaman" - félagsleg þátttaka fatlaðs fólks.
Ráðstefnan er öllum opin. Á fulltrúafundinum sjálfum verður fjallað um starf, stefnu og hlutverk Landssamtakanna Þroskahjálpar. Við
viljum einnig ræða um hvernig samtökin geti sem best stutt við starfsemina í nærsamfélaginu og haft áhrif á þjónustu og
réttindabaráttu við nýjar aðstæður.
Öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá og umræðum fulltrúafundins en eingöngu tilnefndir fulltrúar
aðildarfélaganna hafa atkvæðisrétt komi til atkvæðagreiðslu á fundinum.
Samtökin hafa leitað tilboða í gistingu í tvær nætur með fullu fæði frá föstudagssíðdegi til sunnudgsmorguns og akstri
fram og tilbaka frá Reykjavík. Verð fyrir slíkan pakka er á bilinu 40-50 þús. kr. eftir því hvort gist er í eins eða tveggja manna
herbergjum eða sérstökum húsum á svæðinu.
Hér má nálgast dagskrána