Fulltrúafundur Landsamtakanna Þroskahjálpar Park Inn hótel Reykjanesbæ laugardaginn 8. október

Á fulltrúafundi samtakanna sem haldinn verður í Reykjanesbæ verður boðið uppá fræðslu- og umræðufund um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á stjórn- og þjónustukerfið með sérstaka áherslu á þjónustu sveitarfélaga. Fundurinn hefst kl. 13:00 á Park Inn hótel og eru allir áhugasamir velkkomnir.

 

Dagskrá:

 

Kl. 10.00 – 12.00             Fulltrúafundur

Á fundinum verður farið yfir reikninga samtakanna fyrir árið 2015 og ályktanir lagðar fram til umræðu og samþykktar. Kynntar verða niðurstöður stefnumótunarfundar sem haldinn var s.l. vor og áframhaldandi stefnumörkun með sérstakri áherslu á markmið og leiðir.

Kl. 13.00 – 16.00             Fræðslu- og umræðufundur um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og áhrif hans á stjórn- og þjónustukerfið með sérstaka áherslu á þjónustu sveitarfélaga.

Varpað verður ljósi á innihald samningsins og hvaða þýðingu hann raunverulega hefur eða á a.m.k. að geta haft á líf fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra og samfélagið allt. Markmiðið er að gera samninginn að lifandi verkfæri fyrir okkur öll. Farið verður yfir hugmyndafræðina sem samningurinn byggist á, hver eru helstu markmið hans og meginreglur. Í kjölfarið fara fram umræður og skoðana skipti um það hvernig fólk með fötlun og samtök sem vinna að réttindum fólks með fötlun getur beitt sér til að gera samninginn að öflugu tæki til að tryggja og verja mannréttindi og þar með að auka lífsgæði fólks með fötlun. Einnig verður fjallað um og rætt hvernig fólk með fötlun og samtök geta best aðstoðað stjórnvöld ríkis og sveitarfélög við að gefa ákvæðum samningsins innihald í verki og veitt þeim virkt og uppbyggilegt aðhald. Hér er gullið tækifæri til að öðlast betri skilning á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og hvaða þýðingu hann raunverulega hefur og getur haft.

                                          Fræðslu- og umræðufundurinn er öllum opinn og hvetjum við alla áhugasama til að mæta og taka þátt.

Kl. 19.30                           Hátíðarkvöldverður með skemmtidagskrá.

 

Allir eru velkomnir á fræðslu- og umræðufundinn og til setu á fulltrúafundi. Kosningarétt á fulltrúafundi hafa fulltrúar aðildarfélaga sem framvísa kjörbréfi.  Hátíðarkvöldverðurinn er líka opinn en nauðsynlegt er skrá sig.

 Allar nánari upplýsingar veitir Ásta asta@throskahjálp.is á skrifstofu samtakanna í síma 5889390