Strætó hefur tekið upp nýtt rafrænt greiðslukerfi sem heitir KLAPP. Með því getur fólk keypt strætó miða og áskrift í Strætó. Kerfið veitir líka aðgang að afslætti, til dæmis fyrir öryrkja og námsmenn.
Rafræn kerfi geta reynst fötluðu fólki erfið. Það er vegna þess að sumir geta ekki fengið rafræn skilríki eða eiga erfitt með að nýta sér tækni. Í KLAPPI er boðið upp á örorkuafslátt og það þarf að virkja hann rafrænt.
Þroskahjálp hefur fengið fjölda ábendinga um KLAPP. Vegna þess fundaði Þroskahjálp með Strætó og Tryggingastofnun ríkisins til þess að finna lausn á þessu.
Allir aðilar eru sammála um að finna lausn á þessum vanda til lengri og skemmri tíma og við munum áfram vinna með Strætó að því að finna góðar lausnir sem tryggja aðgengi allra að almenningssamgöngum.
Þarft þú aðstoð með KLAPP?
- Þú getur mætt á skrifstofu Strætó á Hesthálsi 14 í Reykjavík og fengið aðstoð.
- Þá þarft þú að taka með þér skilríki, til dæmis vegabréf eða kort með mynd og kennitölu.
- Þú þarft helst eitthvað sem sýnir að þú sért öryrki. Það getur til dæmis verið örorkuskírteini. Ef þú lendir í vandræðum mun starfsfólk hjá Strætó reyna að aðstoða þig.
- Þú getur líka hringt í hjálparsíma KLAPP í síma 540-2710 eða sent töluvpóst á hjalp@klappid.is.
- Starfsmenn Strætó munu vera hjá Þroskahjálp og Ási Styrktarfélagi til þess að hjálpa við að setja upp KLAPP. Það verður auglýst betur seinna.