Kvikmyndasýning - Umræður - Tími: 30.apríl kl. 16 19 (4-7)
Frítt inn á meðan að húsrúm leyfir. Pláss er fyrir 5 hjólastóla í salnum, en mögulegt er að koma fleirum fyrir á gangi þegar fólk er sest. Endilega sendið póst á netfangið listanlandamaera@gmail.com eða hringið í síma 691-8756 og látið okkur vita svo að við getum gert ráðstafanir!
Tími: 30.apríl kl. 16 – 19 (4-7)
Háskólabíó, Hagatorgi, 107 Reykjavík
Frítt inn á meðan að húsrúm leyfir. Pláss er fyrir 5 hjólastóla í salnum, en mögulegt er
að koma fleirum fyrir á gangi þegar fólk er sest. Endilega sendið póst á netfangið listanlandamaera@gmail.com eða hringið í síma
691-8756 og látið okkur vita svo að við getum gert ráðstafanir!
Hasta la Vista (Belgía, 2011, Geoffrey Enthoven)
Hasta la Vista fjallar um þrjá unga menn, hver með sína fötlun, sem eins og svo margir ungir menn elska vín og konur. Gegn vilja foreldra sinna langar
þá að fara í ferðalag frá Belgíu til Spánar til að sinna þessum áhugamálum. Þeir ákveða að fá
fyrrum fangann Claude sér til halds trausts sem bílstjóra og aðstoðarmanneskju. Í skjóli nætur laumast þeir að heiman og leggja upp í
ferðalag út í hinn stóra heim, í leit að ævintýrum utan við gömlu hjólförin.
Kvikmyndin er byggð á heimildamyndinni For one night only þar sem fylgst var með ferðalagi Asta Philpot til Spánar á
vændishús með aðgengi fyrir fatlaða. Myndin vakti mikil viðbrögð á Bretlandi eftir að hún var sýnd þar og spurningar um
líkamlegar þarfir fatlaðra sem þeir geta ekki svalað sjálfir komst í umræðuna. Fyrir utan þá lykilspurningu tekur Hasta la Vista einnig
á öðrum lykilþáttum varðandi sjálfstæði, þroska og möguleika ungra manna með fötlun að vera þeir sjálfir fyrir
sig sjálfa.
Myndin er sýnd sem hluti af List án Landamæra að frumkvæði Gunnars Tómasar Kristóferssonar
kvikmyndafræðings.
Að lokinni sýningu myndarinnar verða umræður í umsjá Ólafs Snævars Aðalsteinssonar diplómanema við
HÍ, Emblu Ágústsdóttur hjá NPA miðstöðinni og Kristínar Björnsdóttur lektors við HÍ.
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni: http://www.youtube.com/watch?v=jS0St2NMk1Q
Og umfjöllun um myndina: http://www.starkinsider.com/2012/03/film-review-come-as-you-are-hasta-la-vista.htm