Pólsku samtökin Łódzkie Dziewuchy Dziewuchom (Gals4Gals Lodz) heimsóttu skrifstofu Þroskahjálpar fyrir helgi til þess að fræðast um ofbeldi gegn fötluðum konum á Íslandi og vinnu samtakanna.
Gals4Gals Lodz urðu til vegna skorts virðingu fyrir réttindum kvenna í Póllandi og byrjaði sem grasrótarhreyfung en urðu svo að félagasamtökum. Fulltrúar samtakanna eru á Íslandi til þess að vinna að átaki í baráttu fyrir réttindum kvenna, og hluti þess er nokkurs konar rannsóknar heimsókn til Íslands þar sem Ísland hefur hlotið mikið umtal og viðurkenningar á alþjóða vettvangi vegna jafnréttismála.
Það var afar fróðlegt fyrir okkur að heyra um baráttu samtakanna og raunveruleika pólskra kvenna og deila sögum okkar. Við þökkum Gals4Gals Lodz kærlega fyrir gott og innihaldsríkt samtal og óskum þeim góðs gengis í baráttunni fyrir jafnrétti!
//
The Polish organization Łódzkie Dziewuchy Dziewuchom (Gals4Gals Lodz) paid a visit to Þroskahjálp's office to learn about violence against women in Iceland and our work to raise awareness and fight for change.
Gals4Gals Lodz is an organization established in response to the lack of respect for women's rights in Poland. They started as an independent grassroots movement but are now a legal association. Their members are in Iceland to work on a project for women's rights, and a part of that was a research visit to Iceland, as it has been awarded and set as an example world-wide in terms of gender equality.
The discussion between Gals4Gals Lodz and Þroskahjálp was very valuable and important for us to learn more about the fight for human rights in Poland. Thank you Gals4Gals Lodz for your visit and good luck with your project!