Á myndinni eru Nikolas, Sunna Dögg og Natalia.
Þessa dagana eru hjá Þroskahjálp góðir gestir frá pólsku samtökunum ZMW, sem styðja við ungt fólk í sveitum og dreifbýli og gefa þeim tækifæri til þess að víkka sjóndeildarhringinn.
Fulltrúar ZMW eru hér til að kynna sér verkefni Þroskahjálpar með börnum og ungu fólki, þ.á.m. ungmennaráð Þroskahjálpar og stuðning okkar við fötluð börn á barnaþinginu. Samtökin hafa um langa hríð stutt við ungt fólk í sveitum og dreifbýli og hafa undanfarið verið að efla starf sitt með ungu fötluðu fólki með það að markmiði að auka möguleika þeirra til þátttöku í samfélagi. Heimsóknin til Ungmennaráðs Þroskahjálpar er liður í því verkefni. Vonir standa til þess að halda samstarfinu áfram þannig að þau komi aftur í heimsókn með hóp ungs fólks og við heimsækjum þau með hóp frá okkur.
Það er Sunna Dögg, verkefnastjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar, sem heldur utan um heimsóknina, kynnir verkefnin okkar og hefur verið leiðsögumaður þeirra á Íslandi.