Hrefnusteinn

Hrefnusteinn
Hrefnusteinn
Í dag var afhjúpaður steinn í Fjölskyldugarðinum til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa.

Í dag var afhjúpaður steinn í Fjölskyldugarðinum til heiðurs Hrefnu Haraldsdóttur þroskaþjálfa og foreldraráðgjafa.

Hrefna vann alla sína starfsævi í þjónustu við fötluð börn og fjölskyldur þeirra og á 70 ára afmæli hennar árið 2013 ákvað hópur foreldra fatlaðra barna að láta gera stein sem virðingarvott fyrir allt það starf sem Hrefna hefur unnið.

Borgaryfirvöld tóku vel í þá hugmynd að finna steininum stað í Fjölskyldugarðinum og hefur honum nú verið komið fyrir í nýju steinabeði, rétt fyrir innan inngang garðsins.

Steinninn er gerður af Páli í Húsafelli. Vinir og samferðarmenn Hrefnu gerðu sér dagamun í garðinum í dag og glöddust með Hrefnu.

Hér er hægt að sjá myndir frá viðburðinum.