Hvernig gengur þér að kjósa?

Fatlað fólk á rétt á að taka þátt í kosningum og stjórnmálalífi!

Landssamtökin Þroskahjálp vita að fatlað fólk mætir margvíslegum hindrunum þegar kemur að því að taka þátt í stjórnmálum og kjósa.
 
Hvers konar hindranir eru það?
  • fá ekki akstur á kjörstað,
  • fá ekki að velja hver aðstoðar það við að kjósa,
  • mætir fordómum frá þeim sem vinna á kjörstað,
  • mætir fordómum frá fjölskyldu eða vinum sem finnst að fatlað fólki eigi ekki að kjósa,
  • kemst ekki inn í kjörklefann,
  • vissi ekki að það væru kosningar eða hvenær þær væru,
  • erfitt að fá upplýsingar um hverjir væru í framboði og fyrir hvað þau standa,
  • finna ekki upplýsingar um hvar eigi að kjósa,

... og margt, margt fleira.

 
Landssamtökin Þroskahjálp vilja heyra sögur frá fötluðu fólki um hvernig það hefur upplifað hindranir þegar það vill taka þátt í stjórnmálum og þegar það ætlar að kjósa. Sögurnar munum við nýta til að berjast fyrir kosningarétti fatlaðs fólks og bættu aðgengi!