Það má segja að Lions-klúbburinn Þór hafi tekið Daðahús í fóstur því að klúbburinn hefur á undanförnum árum unnið að ýmsum endurbótum í húsinu og við það og í síðustu viku gaf klúbburinn Þroskahjálp fallegt garðhýsi sem má nýta til að geyma, grill, verkfæri, dýnur og fleiri þess háttar hluti.
Landssamtökin Þroskahjálp þakka þeim Þórsmönnum fyrir ómetanlegan stuðning á liðnum árum og þessa höfðinglegu gjöf. Á meðfylgjandi mynd má sjá garðhýsið góða.
Daðahús á Flúðum er orlofshús ætlað fötluðu fólki sem margt getur ekki nýtt sér hefðbundin orlofshús vegna aðgengismála eða annarra aðstæðna. Fatlað fólk á oft ekki rétt til að sækja um orlofshús stéttarfélaga. Það er því mikil eftirspurn eftir að að fá að dveljast í Daðahúsi á sumrin.
Daðahús er mjög gott heilsárshús og því leigt út á veturnar líka, um helgi eða eins marga daga og hver og einn óskar. Við hvetjum fólk til að nýta Daðahús yfir veturnar en húsið er oft laust á þeim tíma.
Stefna Þroskahjálpar er að dvöl í Daðahúsi kosti svipað og dvöl í orlofshúsum stéttarfélaga. Stuðningur þeirra Þórs-manna hefur auðveldað samtökunum að hafa það þannig. Daðahús er mikið notað, ánægja er með húsið og mjög margir eiga góðar minningar frá dvöl sinni þar.
Hér má skoða myndir af Daðahúsi