MAÐUR ER MANNS GAMAN

Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu í Varmahlíð Skagafirði, samhliða fulltrúafundi sínum dagana 17. og 18. október . ráðstefnan fjallar um félagslega þátttöku fatlaðs fólks og er öllum opin.

Landssamtökin Þroskahjálp halda ráðstefnu í Varmahlíð Skagafirði, samhliða fulltrúafundi sínum dagana 17. og 18. október . ráðstefnan fjallar um félagslega þátttöku fatlaðs fólks og er öllum opin.

Ein af niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Félagsvísindastofnunar er að fatlað fólk er oft á tíðum ekki þátttakendur í félags- eða tómstundastarfi. Þroskakhjálp ákvað því að taka þessi mál sérstaklega til skoðunar á þessari ráðstefnu.

Hópferð verður frá Reykjavík – lagt af stað seinnipart föstudags og komið heim á sunnudag.

 Verð fyrir akstur, gistingu og fullt fæði þ.m.t. hátíðarkvöldverð er á bilinu 40 – 50 þús.kr. fer eftir hvaða gistimöguleiki er valinn.

 Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig á asta@throskahjalp.is eða í síma 588-9390 – þar eru einnig veittar allar nánari upplýsingar.

 Sjáumst í Skagafirði 

hér er dagskráin: