Málþing Þjóðleikhússins um sýnileika og tækifæri fatlaðs fólks

Þjóðleikhúsið, í samstarfi við ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp, Bandalag íslenskra listamanna, Sviðslistasamband Íslands og Listaháskóla Íslands, efnir til málþings um samfélagslegt hlutverk lista, þar sem velt verður upp spurningum um sögurnar sem sagðar eru, um framsetningu þeirra og það hvernig ólíkum hópum er gert kleift að njóta lista og taka þátt í sköpun listaverka.

Málþingið byrjar kl. 17 og lýkur um kl. 19.15.

Skráning og frekar upplýsingar er hægt að sjá á heimasíðu 

Dagskrá

Fundarstjórar: Margrét Norðdahl og Haukur Guðmundsson

Framsöguerindi flytja:

  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri frá Þroskahjálp 
  • Jóhanna Ásgeirsdóttir/Elín S.M. Ólafsdóttir, frá List án Landamæra
  • Þorsteinn Sturla Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur
  • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, frá Tabú
  • Karl Ágúst Þorbergsson, sviðslistamaður
  • Sigríður Jónsdóttir, söngvari og meðlimur í Tabú
  • Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona
  • Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, fjölmiðlakona
  • Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, sviðshöfundur
  • Ólafur Snævar Aðalsteinsson, frá Átaki

Stutt hlé

Pallborðsumræður og spurningar úr sal. Magnús Geir Þjóðleikhússtjóri, Fríða Björk rektor LHÍ, Erlingur formaður Bandalags íslenskra listamanna, Orri Huginn forseti Sviðslistasambandssins, Inga Björk verkefnastjóri hjá Þroskahjálp, Þuríður Harpa formaður ÖBÍ réttindasamtaka auk framsögfólks