Í Kjarnanum birtist grein eftir formann og framkvæmdastjóra samtakanna.
Mannréttindi eru tiltekin lagaleg réttindi sem er viðurkennt að eru öllu fólki svo mikilvæg að þjóðir heims hafa komið sér saman um að öll ríki verði að gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að allir fái notið þessara réttinda, alltaf og alls staðar.
Nils Muinieks, mannréttindafulltrúi Evrópurásðins, var í heimsókn á Íslandi fyrr í þessum mánuði til að kynna sér ástand mannréttindamála. Að lokinni heimsókninni ræddi hann við fjölmiðla og sagðist þar furða sig á metnaðarleysi Íslendinga í mannréttindamálum. Hann sagði m.a.:
Ég tel Ísland vera auðugt land miðað við mörg þeirra landa sem ég hef komið til. Hér ríkir lýðræði og það á sér langa sögu hér og það kemur mér á óvart að þið hafið ekki sýnt meiri metnað við að axla þessa ábyrgð og stefna að framförum.
Nils Muinieks, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, var í heimsókn á Íslandi fyrr í þessum mánuði til að kynna sér ástand mannréttindamála. Að lokinni heimsókninni ræddi hann við fjölmiðla og sagðist þar furða sig á metnaðarleysi Íslendinga í mannréttindamálum. Hann sagði m.a.:
Ég tel Ísland vera auðugt land miðað við mörg þeirra landa sem ég hef komið til. Hér ríkir lýðræði og það á sér langa sögu hér og það kemur mér á óvart að þið hafið ekki sýnt meiri metnað við að axla þessa ábyrgð og stefna að framförum.
Mannréttindafulltrúinn benti sérstaklega á að Íslendingar hefðu ekki enn þá skuldbundið sig til að framfylgja samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks frá árinu 2007 með því að fullgilda samninginn en langflest í ríki í heiminum hafa gert það, þ.m.t. öll Norðurlandaríkin nema Ísland.
Þetta er að sjálfsögðu mikill áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum frá aðila sem þau hljóta og verða að taka mark á.
Greinina má lesa hér