Með okkar augum drullast fyrir Þroskahjálp (Myndband)
Fréttir
22.07.2013
Með okkar augum, Andri, Skúli, Katrín og Steinun
"Drullastu til að leggja góðu málefni lið", voru einkunnarorð þeirra sem lögðu leið sína að höfuðstöðvum Tjarnargötunnar fyrir síðustu helgi en þangað flykktust þjóðþekktir einstaklingar úr hinum ýmsu áttum, allt frá vinsælum tónlistarmönnum til þrautseigra alþingismanna. Öll áttu þau það sameiginlegt að vera þangað komin til þess eins að fá framan í sig drullu. Sjónvarpsfólkið úr þáttunum Með okkar augum drullaðist til að vera með og styðja Þroskahjálp
"Drullastu til að leggja góðu málefni lið, voru einkunnarorð þeirra sem lögðu leið sína að
höfuðstöðvum Tjarnargötunnar fyrir síðustu helgi en þangað flykktust þjóðþekktir einstaklingar úr hinum ýmsu
áttum, allt frá vinsælum tónlistarmönnum til þrautseigra alþingismanna. Öll áttu þau það sameiginlegt að vera
þangað komin til þess eins að fá framan í sig drullu. Þó í mun bókstaflegri merkingu heldur en þau allajafna hafa hingað til
átt að venjast. Ástæðan er sú að Mýrarboltinn er þegar farinn að rúlla en eins og flestir vita fer fram árlegt
Mýrarboltamót á Ísafirði um Verslunarmannahelgina. Sjónvarpsfólkið úr þáttunum Með okkar augum drulluðust til að vera
með og styðja gott málefni.
Tilgangur heimsóknar þessa fólks var þó ekki einskorðaður við sérlegan áhuga á drullumalli í
sinni tærustu mynd, heldur var um að ræða hvata til góðverka. Á morgun, mánudag , fer af stað skemmtilegt verkefni hér inn á vísir.is þar sem fólki gefst kostur á að fylgjast með þessu hugrakka fólki fá drulluna í
andlitið og styrkja á sama tíma við bakið á góðgerðafélögum. Um er að ræða fjögur félög að þessu
sinni, sem valið er á milli, Þroskahjálp, ADHD samtökin, Barnaheill, Save the Children á Íslandi og MND félagið á Íslandi.
Ein milljón króna til góðgerðamála
Mýrarboltinn í samstarfi við Landsbankann, Avis bílaleigu og Carlsberg hafa lagt til eina milljón króna í
sjóð sem svo verður deilt niður á félögin fjögur. Almenningur getur haft áhrif á ráðstöfun þessa sjóðs
með því að fara inná visir.is/drullastu og kjósa það félag sem viðkomandi þykir
að eigi rétt á stæðstum hluta kökunnar. Netverjar eru eindregið hvattir til að deila upplifun sinni áfram í gegnum þartilgerðan
Facebook vinkil til að sem flestir láti til sín taka í valinu á milli félaga. Rúsínan í pylsuendanum felst svo í að sjá
þetta framáfólk verða fyrir barðinu á alvöru íslenskri drullu.
Slóðin er www.visir.is/drullastu og við hjá Þroskahjálp treystum
á þig til að drullast til að leggja okkur lið.
Hægt er að sjá fleiri myndbönd á fésbókarsíðu Þroskahjálpar með því að smella hér en
þar munu þau birtast næstu daga.