Þriðjudaginn 6. október byrjar áhugavert og bráðskemmtilegt verkefni á vegum Þroskahjálpar fyrir ungmenni á aldrinum 13 til 15 ára með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir.
Við köllum verkefnið „Menning – frá okkar bæjardyrum séð“ og er það unnið með styrk úr Barnamenningarsjóði.
Stutt heimildarmynd verður gerð um verkefnið sem lýkur um miðjan nóvember með uppskeruhátíð þar sem gestum og gangandi verður boðið að skoða afrakstur smiðjanna.
Allar upplýsingar veitir verkefnisstjóri Þroskahjálpar í málefnum barna og ungmenna, Anna Lára, á annalara@throskahjalp.is eða í síma 896 7870. Skráningu lýkur 25. september.
Vertu með og komdu að skapa list!