Morgunverðarfundur: Atvinnumál fólks með skerta starfsgetu

Samtök atvinnulífsins, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið í samstarfi við Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið bjóða til fundar um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu.
 
Fundurinn fer fram í Húsi atvinnulífsins þann 11.apríl kl. 8:30.
 
 
Dagskrá:
  • Sara Dögg Svanhildardóttir verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp og Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ bjóða gesti velkomna.
  • Ávarp ráðherra - Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra
  • Stuðningur við endurkomu á vinnumarkað - Anna Lóa Ólafsdóttir, sérfræðingur og Svandís Nína Jónsdóttir, verkefnastjóri, Virk
  • Project SEARCH. Ný leið í átt að fullgildri atvinnuþátttöku - Valgerður Unnarsdóttir, forstöðumaður, Ás styrktarfélag
  • Tækifærin í samstarfi - Laufey Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri Ráðgjafar og vinnumiðlunarsvið Vinnumálastofnunar
  • Jafnrétti fyrir alla – Samkaup alla leið - Gunnur Líf Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri Samkaupa
  • ,,Allir með“ - Halldór Friðrik Þorsteinsson – framkvæmdastjóri Alfreð ehf/ afred.is
  • Atvinnulífið á verkefni fyrir alla - Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins