Á vef ráðgjafar- og greiningastöðinni eru nú aðgengileg þrjú myndbönd af þremur tungumálum um:
1) ferlið frá því að grunur vaknar um frávik í þroska (íslensk útgáfa) - (enska, pólska),
2) snemmtæka íhlutun í vinnu með börnum (íslensk útgáfa) - (enska, pólska),
3) réttindi og úrræði fyrir fötluð börn á Íslandi (íslensk útgáfa) - (enska, pólska).
Myndböndin eru til á íslensku, ensku og pólsku, en ætlunin er að gefa þau út á fleiri tungumálum til að koma betur til móts við þarfir foreldra fatlaðra barna af erlendum uppruna. Eliza Reid, forsetafrú, talsetti ensku útgáfu myndbandsins.
Myndböndin voru kynnt á ráðstefnu Ráðgjafar- og greiningarstöðvar síðastliðið vor ásamt fleiri gagnlegum myndböndum og erindum sem snúa að aðstæðum fatlaðra barna og fjölskyldum þeirra. Nánar um ráðstefnuna og efnið sem var kynnt þar má sjá hér.