Net-námskeið fyrir persónulega talsmenn

Mynd: Pexels
Mynd: Pexels
Nú verður hægt að taka námskeið til þess að verða persónulegur talsmaður í gegnum netið.
 
„Hingað til hafa staðnámskeið verið haldin tvisvar sinnum á ári og eru nú um 170 manns sem bíða eftir því að geta lokið þeim til að verða persónulegir talsmenn. Með rafrænu útfærslunni verður engin þörf á að bíða enda hægt að sækja námskeiðið hvenær sem er.“ segir á vef Stjórnarráðsins.
 
Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar.
 

Allar frekari upplýsingar eru á vef Stjórnarráðsins.