Nú er hægt að nálgast umboð í Heilsuveru!

Mynd frá Landlæknisembættinu.
Mynd frá Landlæknisembættinu.

Embætti landlæknis hefur útbúið rafræna lausn í Heilsuveru fyrir umboð til að sækja lyf. 16 ára eða eldri geta nú með einföldum hætti gefið öðrum umboð til að sækja fyrir sig ávísuð lyf í apótek.

Aukin þægindi fylgja þessu en líka meira öryggi en á pappír, enda er krafist auðkenningar með rafrænum skilríkjum í Heilsuveru.

Auðlesið

  • Ef einhver sækir lyf fyrir þig í apóteki þarf hann að fá umboð.
  • Það þýðir að manneskjan þarf að hafa leyfi til að sækja lyfin.

  • Það er svo enginn taki lyfin þín í apótekinu án þess að hafa þitt leyfi.

  • Til þess að það sé auðveldara fyrir fjölskyldu þína, starfsfólkið þitt eða aðra sem hjálpa þér að sækja lyfin er hægt að fara inn á www.heilsuvera.is. Þá er hægt að gefa annarri manneskju umboð til að ná í lyfin þín fyrir þig.

  • Til þess að komast inn á þínar síður á Heilsuveru, þarftu rafræn skilríki.